GET IN TOUCH

Heiðrún og Móna

Við erum vinkonur sem fundum hvor aðra á internetinu í gegnum Crossfit. 

Við stundum báðar sportið af kappi en Heiðrún er einnig Crossfit þjálfari og einkaþjálfari sem sérhæfir sig í æfingum með eigin líkamsþyngd. Móna er í sölu- markaðs- og rekstrarnámi hjá MSS og stefnir á að taka þjálfara réttindin sem fyrst. 

Fljótlega komumst við að því að við áttum ótal margt sameiginlegt, þar á meðal löngun til að hjálpa öðrum sem hafa upplifað sig clueless í ræktinni, langar að byrja en hafa ekki hugmynd um hvar, hvernig eða hvenar eigi að drulla sér af stað.

Við þekkjum það of vel að sitja og bíða eftir rétta tímanum til að byrja. Að bíða eftir að missa x mörg kg, að prófa hitt og þetta og sjá engan árangur. 

Við viljum miðla okkar reynslu og okkar þekkingu til þeirra sem vilja í von um að hjálpa einhverjum þarna úti. 

Hvers vegna? Af því það færir okkur gleði að sjá aðra ná markmiðum sínum og við viljum stuðla að því að þú sigrist á sjálfri/sjálfum þér.