GET IN TOUCH

Að koma sér af stað í hreyfingu og halda sig við hana.


Ég ákvað að skrifa niður nokkur atriði eftir að ég skoðaði hvaða hindranir það voru sem gerðu það að verkum að mér tókst ekki að halda mig við hreyfingu til lengri tíma. Þetta er það sem skipti hvað mestu máli fyrir mig svo mér gæti liðið sem best, breytt um lífsstíl og öðlast heilbrigt hugarfar gagnvart mat og sjálfri mér.


hér koma 4 góðir punktar um það sem hjálpuðu mér :


1. Finna hreyfingu sem þér finnst skemmtileg!


Það skipti öllu máli að fyrir mig að finna hreyfingu sem ég naut þess að stunda. Ég hef prófað svo ótrúlega margt í gegnum árin og kallaði sjálfa mig ¨Anti-Sportista¨ lengi vel áður en ég fann mitt sport. Það á að vera gaman, að hreyfa sig.


Ég veit ekki hversu oft ég hef hugsað :

„Nú verð ég að fara að drulla mér í ræktina“

Hvað dettur þér í hug ?


Göngur-Körfubolti-Dans-Tennis Sund-Einkaþjálfun-Fótbolti-Box Pole-Fitness-Crossfit-Ræktin ?Það er allskonar hóptímar og námskeið í boði í íþrótta stöðvum. Það er endalaust hægt að telja upp!


Ef þú hefur ekki stundað líkamsrækt eða hreyfingu í langan tíma eða aldrei þá er gott að skoða hvar áhugi þinn liggur og vinna sig svo áfram út frá því :

 • Er einhver íþrótt sem ég æfði áður og langar taka upp aftur?

 • Hvað gætir ég hugsað þér að prófa ?

 • hvaða hreyfing er í boði í kringum mig og er aðgengileg?

 • Er einhver sem ég þekki td. Vinur eða vinkona að stunda hreyfingu sem ég hefði áhuga á (Getur spurt af hverju þeim finnst hún skemmtileg og hvað er það sem fær þau til að mæta aftur og aftur )

Það getur verið gott að spyrja sig svona spurninga. Mörgum þykir gott að hafa stuðning til að koma sér af stað. Þú getur fundið hann hjá þjálfara eða jafnvel einhverjum sem þú þekkir. Sem betur fer erum við ekki öll eins. Hreyfing sem einhver einn elskar gæti alveg verið eitthvað sem þú fílar bara alls ekki. Það er gott ef þú getur verið óhrædd/ur við að prófa eitthvað nýtt því það gæti komið þér á óvart hvaða hreyfingu þú finnur þig í. það varallavega þannig í mínu tilfelli.


2. Setja niður raunhæf markmið


Það eru sirka tvö ár síðan ég fór að setja mér markmið hvað varða hreyfingu. Fyrir þann tíma hugsaði ég :

„Það þýðir ekkert fyrir mig að gera það. Annað hvort stend ég ekki við þau eða næ þeim ekki!“

Ég var hrædd um að valda sjálfri mér vonbrigðum og að ná ekki að standa mig. Ég þurfti að einfalda þetta svakalega fyrir sjálfri mér í byrjun. Hreyfingin sem ég fann mig í er Crossfit. Eftir að ég skráði mig kom upp hugsun sem hljómaði einhvern vegin svona :

„Jæja.. nú er ég búin að borga fyrir þetta námskeið. Nú verð ég að vera dugleg mæta á æfingar“

Hvað þýðir það að vera duglegur að mæta ? er það 2 sinnum í viku, 4 sinnum, eða 6 sinnum ? að vera duglegur að mæta er ekki mælanlegt og þar komum við að markmiða setningu.

Fyrir einhvern sem er að byrja er gott að setja niður :

 • hversu oft vil/get ég mætt

 • hvaða daga ætla ég að mæta

 • á hvaða tímum.

það var ekki raunhæft fyrir mig að stíga upp úr sófanum, ekki búin að hreyfa mig í mörg ár og ætla að mæta á crossfit æfingu 5 sinnum í viku. Ég hefði ekki ¨meikað¨ það og líklegast hætt að mæta eins og ég hafði gert svo oft áður með aðra hreyfingu. Grunnnámskeiði var 3 sinnum í viku svo ég ákvað að halda mig við það eftir að því lauk. Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Klukkan 17:30. Þetta var mælanlegt og raunhæft fyrir mig.


Þegar ég sá að ég gat staðið við það að mæta svona reglulega þá fór árangurinn og bætingar á vissum sviðum að koma í ljós. Þarna kviknaði áhugi minn á markmiðasetningu. Þetta reyndist mér vel þegar ég byrjaði og svo hægt og rólega fór ég að setja mér fleiri og markvissari markmið í sambandi við hreyfingu og mataræði. Fyrir mér var aðal markmiðið með hreyfingu fyrst og fremst að bæta líkamlega og andlega heilsu. Allt annað við það var auka bónus fyrir mér.

Hvað langar þig að fá út úr því að hreyfa þig ?


3. Ekki vera of hörð/harður við sjálfan þig, en ekki missa sjónar á hvert markmiðið þitt með bættu mataræði og hreyfingu er.

Þetta var alveg ótrúlega mikilvægur þáttur fyrir mig til að ég gæti gert hreyfingu og bættar matarvenjur part af mínu daglega lífi.


Svona voru hugsanir mína oft áður :

„Ahh.. ég komst ekki á æfingu tvisvar.. þrisvar í röð, nú er allt ónýtt“

Svo var ég hætt að mæta. Kannski var það samblanda af því að mér fannst hreyfingin ekki nógu skemmtileg, þetta skemmandi hugarfar að nú væri eitthvað ónýtt og fleiri þættir svo sem kvíði sem höfðu líka áhrif.


Það er ekkert ónýtt! Þú mætir bara í næsta tíma og heldur áfram og gerir þitt besta.

You got this King/Queen!

Ég missi stundum úr æfingum vegna allskonar hluta sem koma upp á í lífinu. Það er óhjákvæmilegur partur að eitthvað komi upp á. Það tekur tíma að gera það að venju að hreyfa sig og þá skiptir aðal máli að vera ¨Consistent¨ og halda áfram - Gefðu sjálfum/sjálfri þér séns á að gera mistök og vera mannleg/ur, en haltu samt áfram og mundu af hverju þú byrjaðir. Það hjálpar ef þú hefur valið hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og þig langar til að mæta aftur. Sama á við um mataræði. Ég var oft að skamma sjálfa mig fyrir að hafa borða eitthvað.


Fékk hugsanir eins og þessa :


„Ég borðaði tvo risa kleinuhringi.. Nú er dagurinn ÓNÝTUR“

NEI HÆTTU NÚ! Það er ekkert ónýtt, njóttu bara að borða og haltu svo bara áfram þinni leið í mataræði eftir þessa djúsí köku. Það sem skipti máli er ¨consistency¨ : behavior, or process, unchanging in achievement or effect over a period of time. Ég nota enska orðið vegna þess að mér finnst það lýsir þessu mun betur heldur en nokkurt íslenskt orð sem ég gat hugsað upp. Að vera samkvæmur sjálfum sér er gott en mér finst það ekki ná að lýsa því nógu vel sem ég er að tala um.


Ég nýt þess að borða góða tertu sneið og feitan bernies hamborgara inn á milli. Ég fitta því bara inn í mataræðið mitt. Ég borða svona 80% holt og 20% Junk, suma daga 60/40 „No shame!“ Svona hugarfar gagnvart mat hjálpaði mér alveg ótrúlega mikið til að að halda áfram. Ég var ekki alltaf að upplifa að ég væri ekki að standa mig nógu vel og að eitthvað væri ónýtt. Ég nýt þess að borða hollan og góðan mat og líka allt ruslið : Omnomnom! Ég vil endilega að benda á færsluna sem Heiðrún skrifaði þar sem hún kemur inn á mjög góða punkta í sambandi við mat.


4. Jákvætt hugarfar


Jákvætt hugarfar er ¨KEY¨ Það hefur komið mér í gegnum erfiðleika, hindranir og þær takmarkanir sem ég hef. Ég hugsa um þetta allt sem verkefni og áskoranir. Ég leyfi þeim ekki að stoppa mig eða draga úr mér meira en þarf. Ég er með Endómetríósu og vefjagigt. Þá sjúkdóma þarf ég að tækla með jákvæðni á hverjum degi. Fyrir um 5 árum var ég alls ekki heilbrigð líkamlega né andlega og ég man hvað ég var vonlaus. Ég hugsaði oft að ég ætti aldrei eftir að geta breytt um lífsstíl og liðið vel í eiginn skinni. Ég þurfti virkilega að æfa mig og temja mér að hugsa og tala jákvætt og fallega við sjálfa mig. Það hefur skilað mér auknu sjálfstraust og gleði sem svo skilaði sér í því að ég næ árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég trúi því í dag að ég geti allt sem mig langar til. Neikvæðar og takmarkandi hugsanir skjóta upp kollinum hér og þar en ég gef þeim ekki leyfi til að stoppa við of lengi.


Hér eru spurningar og setningar sem hjálpa mér þegar það gerist :


Hvernig myndi ég svara vinkonu eða vini ef hann/hún talaði svona um sig ? eða ef hann/hún væri að efast um getu sína eða hæfni ? Hvernig hugsanir koma upp í kollinn gagnvart sjálfri mér, mínum eiginleikum og árangri ? Hvernig tala ég um mig við aðra ? Er ég að draga úr því sem ég get gert eða þeim árangri sem ég hef náð með því að benda á og einblína á það sem ég get ekki en þá gert ?

Ég fór í aðgerð við Endómetríósu 13. Nóvember 2017 Það tók mig nokkrum vikur að jafna mig og nokkrum mánuðum seinna náði ég að komast á sama stað og ég var á fyrir aðgerð og gerði svo gott betur en það.

 • Ég mun / ég mun aldrei

 • Ég get / Ég get ekki

 • Ég kann / Ég kann ekki

 • Hvað elska ég við líkama minn ?

 • Hverjir er kostir mínir ?


Ég er hætt að efast um sjálfa mig og mína getu til að ná því sem ég vil og langar. Ég vil meina að Jákvætt hugarfar sé lykillinn að mínum árangri. Ég vona að mín reynsla geti hvatt þig til að gera það sem er best fyrir þig.


Láttu hugsanir þínar hjálpa þér ekki hindra þig.