GET IN TOUCH

Borðaðu bara holla fæðu right? Easy!

Borðaðu bara holla fæðu right? Easy!


Samt ekki borða sykur eða korn. Slepptu hveiti og glúteini. Ekki borða of mikið af eggjum út af þessu þarna kólesteroli og ekkert beikon eða ekkert pasta. Það má ekki drekka gos. Insúlín reset, engar kartöflur. Detoxum. Sleppum öllum kolvetnum og borðum bara fitu svo við komumst í ketosis, verðum sjúklega mjó en ógeðslega andfúl, worth it!


Í útlegð með allar olíur! En notaðu kókosolíu! Slepptu kókosolíunni og fáðu þér avacado olíu í staðin! Heyrðu ný rannsókn að koma og aftur í fitusnautt! Nei bíddu annars, veldu fitusnauð jógúrt og hentu hnetunum, fita fitar!

En mannstu við vorum hætt að borða kolvetni og ávexti og nú erum við bara alltaf svöng og vitum ekki neitt um neitt, snúumst í hringi og endum á að grípa með okkur risa prótein stykki frá þekktum sælgætisframleiðanda en það er í hollustu rekkanum og merkt hátt í prótínum. Hlýtur að vera hollt right? RIGHT?

Teldu hitaeiningar, nei hættu að telja hitaeiningar og teldu macros! RUGL Borðaðu bara 1200 hitaeiningar á dag, nei annars, sveltu þig! Því Sigga frænka þekkir gaur sem á konu sem á mömmu sem borðaði sko bara 700 hitaeiningar á dag, reykti 2 pakka af filterlausum kamel, hreyfði sig aldrei og var tágrönn alveg þangað til hún hrökk upp af 95 ára gömul. Gerum öll eins og mamma konu vinar Siggu frænku!

Misvísandi skilaboð koma úr öllum áttum. Hvert vörumerkið á fætur öðru keppist við að selja okkur heilsulausnir og reyna að sannfæra okkur um að þeirra vara sé sú besta á markaðnum. Og við, litlu sætu lúðarnir, sannfærð um að við séum að fá bestu næringu sem kostur er á þegar raunin er sú að við erum að svelta líkaman okkur um ákveðin næringaefni.


Hættu að skera út kolvetni og fitu. Þú fitnar alveg jafn mikið af kolvetnum, fitu og prótíni ef þú borðar of mikið af því. Þú þarft á fitunni að halda. Þú verður að fá kolvetni og prótein er ekki hinn heilagi kaleikur sem gerir þig mjóa/n á einni nóttu.


Það sem virkar er að borða holla fæðu. Fæðu sem þú býrð til heima hjá þér, hentar þér og þínum lífstíl! Fæðu sem er ekki of ólík því sem þú ert að borða í dag.

Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku en hún hljómar svona:

Borðaðu mat

Leyf mér að útskýra. Þú grípur með þér pakka af sælgæti. Á pakkanum er innihaldslýsing:

"Sykur, mjólk, kakó, gæti innihaldið snefil af hnetum o.s.frv." Þetta er ekki matur, þetta er rusl.

En svo grípuru með þér banana, engin innihaldslýsing = matur!

Fiskur = matur

Ferskar 100% kjúklingabringur = matur

Hnetur = matur

Epli = matur

Súkkulaði = Ekki matur, en sjúklega gott og allt í lagi að fá sér einu sinni og einu sinni

Egg = matur

Tilbúnir frosnir réttir = ekki matur

Pizza = ekki matur en í lagi einu sinni og einu sinni

Möndlur = matur


Sérðu hvað ég er að fara? Þú lærir inn á þetta. Það tekur tíma. Ég er enn að læra og búin að vera að í að verða 4 ár! Pinterest er vinur þinn og þér er alveg óhætt að spyrja mig út í þetta. Reynum að velja óunninn mat í 80% tilfella og leyfum okkur að njóta þess að borða rusl í hin 20%