GET IN TOUCH

Crépes með eplum, beikon og kanil

Hver elskar ekki góðan mat? Þessar hérna eru SJÚKLEGA góðar. Mæli svo mikið með þeim!


Crépes með eplum, beikon og kanil
Totally þess virði að prófa

Crépes úr höfrum

 • 1/2 bolli eggjahvítur

 • 1/3 bolli fínmalaðir hafrar (ég mala mína í matvinnsluvélinni)

 • 2 1/2 tsk extra virgin olive oil

 • 1 bolli mjólk af eigin vali (Ég nota eins fitulitla mjólk og ég því ég leyfi mér þá meira beikon á móti)

 1. Öllu blandað saman og passað að hræra vel, hafrarnir vilja skilja sig frá blautefnunum svo hrærið vel á milli.

 2. Spreyið pönuna vel með pönnu spreyji og hitið hana upp að meðal hita. Einum fjórða af deginu hellt á pönnuna þar til deigið er næstum tilbúið. Hérna er trikkí parturinn, að bíða eftir því að pönnukökurnar setjist almennilega. Mér finnst best að setja disk yfir pönnuna en crépes-in sjálf eru mjög viðkvæm. Ég flippa svo pönnukökunni yfir á diskinn í einni snöggri hreyfingu til að steikja hina hliðina en hún þarf bara rétt smá stund. Endurtek þetta 4 sinnum og oftast klúðra ég fyrstu 3 en næ þeirri fjórðu fullkomlega.


Epla, beikon og hafrafylling

Fyllingin er lykillinn að þessari dásemd

 • 1 meðalstórt Jonagold epli, afhýtt og skorið

 • 1/3 bolli eplamauk, ósætt

 • 1/2 bolli tröllahafrar eða rúllaðir hafrar

 • 2-4 sneiðar eins fitulítið beikon og þið finnið.

 • 1/4 tsk kanil

 1. Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu

 2. Blandið restinni saman þangað til þið eruð orðin nokkuð sátt við útkomuna.

 3. Fyllið pönnukökurnar og borðið strax eða geymið í 2-3 daga.


Sjúklega góðar þessar en vandið ykkur ef þið eruð að fylgja macro-um og þá mæli ég með að vigta þetta til að fá nákvæm macros

Ég fékk þessi macro úr minni uppskrift eftir að hafa double chekcað hana og endurreiknað.