GET IN TOUCH

Fyrsta skrefið - Að mæta!


Stundum spyr ég sjálfa mig hvað ég sé eiginlega að gera

Hver hefur ekki keypt sér ræktar kort og ætlað að taka hressilega á því í ræktinni? Maður mætir í gym-ið, fær kannski svona fallegt blað með allskonar prógrami og ætlar sko að massa þetta. Núna á sko að koma sér í form og allt gefið í þetta!

Svo gengur maður inn í salinn og gerir fyrstu mistökin, að líta í kringum sig. Allt í einu skilur maður ekki hvað maður er að gera þarna.

Beint fyrir framan mann stendur húðflúrað vöðvafjall og hleður byssurnar með nýþungum handlóðum, við hliðina á honum stendur fegurðardís og æfir pósur í speglinu og aðeins lengra í burtu er einkaþjálfari að sinna íþróttamanni í miðjum fitness undirbúningi og lítur nú þegar út fyrir að vera fullkomlega skorin. Allavega við hliðina á okkur.

Maður snýr sér í hring, reynir að segja sjálfum sér að þetta sé bara fitness fólkið og ekki hægt að miðað við það en innst inni er maður ekki sannfærður og ákveður að fara inn í tækjasalinn. Maður þvælist þangað, starir í gólfið og reynir að pæla ekki í hvað aðrir eru að gera. Lýtur svo upp og fattar að maður er komin út í eitthvað rugl. Hvaða tæki eru þetta? Hvaða stillingar á maður að nota? Af hverju eru svona mörg tæki og hvar á maður að byrja? Hvað er maður að gera þarna og hver er eiginlega að hugsa um börnin?

Í rælni þvælist maður um salinn, ótrúlega sjálfsmeðvitaður og komin í bullandi mínus en maður mætti samt og reyndi að fylgja planinu af blaðinu sem maður fékk í afgreiðslunni. Næsta skipti getur ekki verið svona slæmt er það? En jú, aftur mætir maður og sama sagan endurtekur sig. Maður ber sig saman við næsta mann. Skilur ekki hvernig fitness stelpurnar geta verið svona sjúkelga sætar á meðan maður sjálfur er eins og karfi í framan. Sjálfsmeðvitundin ríkur upp og á endanum er maður handviss um að allir séu að pæla í hvað maður var að gera. Það hljóta allir að sjá að maður á ekkert heima í gym-inu, að maður hafi ekki hugmynd um hvernig á að taka hnébeygjur eða réttastöðulyftur. Og þessi tæki, þessi blessuðu tæki sem maður virðist aldrei fatta almennilega.

Í þriðja skiptið mætir maður ekki. Finnur afsökun fyrir því að þurfa ekki að mæta og ákveður að taka bara tvöfalt á því næst.

Í fjórða skiptið er maður búin að sannfæra sig um að prófa spinning tíma klukkan 6 um morguninn og kemst fljótlega að því að hávaðinn og lætin eru ekki málið.


Það sé ekki til nóg af kaffi í heiminum til þess að vera svona hress á morgnanna, maður sannfærir sjálfan sig um að þetta spinning fólk sé á einhverju. Og rassinn, manni er svo illt í rassinum eftir hnakkinn að maður staulast um eins og sjálfur Clint Eastwood í Vilta-Vestrinu. Spinning kl 6 á morgnana, worst idea ever!


Maður gefst fljótlega upp á salnum og ákveður að prófa alla hóptímana. Hot yoga er voða mikið í tísku ekki satt? Hvað er þetta HIIT? Body pump? Zumba getur ekki verið svo slæmt right? Build a butt? Maður prófar hvern tíman á fætur öðrum en flosnar hægt og rólega upp úr ræktinni. Finnur sig ekki og á endanum er maður orðin styrktar aðili og dettur í sama farið.

Hvers vegna gekk þetta ekki upp? Hvað vantaði? Jú þig vantaði sjálfsöryggi og að skilja egó-ið eftir heima.


Ekki ein einasta fitness drottning var að bera sjálfa sig saman við þig. Þær voru allar að hafa áhyggjur af sjálfri sér, hvort þær voru búnar að gera nóg til að vinna sína keppni, hvort þær þyrftu að auka við sig þyngdir eða æfa sig meira, hvað þær þyrftu að laga og bæta til að koma sér í sitt besta form. Þær voru uppteknar af markmiðum sínum Vöðvafjöllin voru heldur ekkert að pæla í þér. Þau voru of upptekin við að hlusta á tónlistina sína og fá sem mest út úr æfingunni svo þau gætu sett nýtt persónulegt met næst þegar á reynir. Þeir voru fókusaðir á að bæta sig, laga það sem þeir þyrftu að laga, styrkja það sem þeir þurfa að styrkja. Hóptímarnir gengu heldur ekki upp því þú vissir ekki hvað þú vildir fá úr þeim. Varst ekki með það á hreinu hvað þú værir að gera og fannst eflaust eins og allir kynnu hreyfingarnar utan að.

En þú, sem valdir þér pláss aftast í salnum til að engin tæki eftir þér, upplifðir þig eins og illagerðan, ósamhæfðan spítukall sem gast ekki neitt.

Og veitu hvað? Ég tengi við þetta allt saman sjálf. Ég skil það hvað það er erfitt að bera sig saman við alla aðra, að finnast maður vera fyrir og vita ekkert hvað er í gangi.

Ég veit hvað það er að upplifa sig ekki tilbúin til að fara í ræktina, að maður eigi ekki heima á meðal íþróttafólksins eða fitness módelana. Ég best við þessar tilfinningar á hverjum degi.

Það er alltaf einhver þarna sem er betri en maður sjálfur, mjórri, flottari, sterkari, duglegari og hraustari.

Lykillinn er að sætta sig við það og halda samt áfram. Hættu að bera þig saman við aðra og taktu meðvitaða ákvörðun um að þú sért hérna til að bæta þig og verða hraustari einstaklingur

Hvað með það þú þú kunnir ekki á tækin ennþá? Hvaða máli skiptir það að stelpan við hliðina á þér sé með stærri rass en þú? Þú átt ekki að miða þig við aðra en sjálfa þig og ég ætla að kenna þér hvernig þú getur unnið í kringum þessa upplifun og fókuserað á þig.Fyrsta skref - Að mæta

Hérna er mikilvægasta skrefið okkar. Við ætlum að setja okkur tíma og það er bannað að skrópa, hætta við að mæta eða ætla sér að færa tímann til. Þú þarft að ákveða 2-3 daga í viku þar sem þú mætir í ræktina og fylgir þínu plani. Engar afsakanir. Það er ekkert mál að finna afsökun fyrir að mæta ekki. Of þreyttur, illa sofin, illa nærð, hausverk, beinverki, túrverki, nennir ekki hávaðanum, ert ekki búin að gera playlista, veist ekki hvað þú átt að gera, börnin þurfa að læra heima og ég get haldið lengi áfram. Gerðu þér grein fyrir því að afsakanirnar sem þú segir sjálfri þér eru að hindra þig. Ef þú setur ekki fastan tíma, (t.d. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 12) þá ert þú að bjóða upp á feil-ið. Svo sestu niður og finndu 2-3 klukkutíma í hverri viku sem þú mætir og mættu ALLTAF.

Það er bannað að skrópa! Við ætlum að búa til nýjan vana og til að búa til nýjan vana, eitthvað sem við gerum sama hvað svona eins og að tannbursta okkur á kvöldin, þá megum við ekki bregða út af honum. Svo mættu! Það er mikilvægt að mæta!

Annað skref - Þú ert þarna fyrir þig Þú ert ekki búin að vera í stífum æfingum í mörg ár. Þú ert að byrja og rétt eins og lítið barn sem kann ekki að labba þarftu að æfa þig. Það er allt í lagi að vita ekkert hvað þú ert að gera, þú ert hérna til að komast í betra form, auka lífgæðin og vera hraust í framtíðinni. Þetta lærist með með tímanum. Googlaðu, lestu, fáðu þér þjálfara eða komdu til mín í Crossfit og ég skal kenna þér að lyfta lóðum.

Hættu að horfa á þá sem eru lengra komnir en þú. Þú varst að byrja og getur ekki miðað þig við þá sem hafa verið að í marga mánuði, mörg ár! Það er ekki sanngjarnt gagnvart sjálfri þér.

Ekki vera hrædd við eitthvað sem þú ert að gera í fyrsta sinn, so what ef þú feilar? Lítið barn dettur 1000 sinnum á rassinn áður en það labbar af stað. Veistu hvað ég er búin að detta oft í ræktinni?

Það er erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti, annað skipti þriðja sinn? Eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður? Við hugsum þetta öll. Lykillinn er að láta sig bara hafa það þangað til maður hættir að pæla í þessu og eftir nokkur skipti kemur það og þú verður öruggari í hvert sinn sem þú lætir þig hafa það.


Þriðja skref - settu þér markmið

Þú þarft að ákveða hvað þú ert að gera í ræktinni. Að fá flottan rass er fínt markmið en það er ekkert rosalega hvetjandi markmið. Að missa x mörg kíló, að búa til vöðva o.s.frv. er ekki beint áþreifanleg markmið. Við þurfum eitthvað sem við getum stefnt að hægt og rólega. Hérna ætlum við að setja lítil markmið. Búa til styrk, ná fyrstu armbeygjunni, upphýfingunni. Taka 50 kg réttastöðulyftu eða 40 kg hnébeygju. Langar þig að fara í kollhnís? Klifra upp kaðal? Læra loksins að standa á höndum eða fara í handahlaup? Kúl! Gerum það!

Markmiðin okkar eiga að vera áþreifanleg, eitthvað sem við getum stefnt að og bætt lítilega þangað til við höfum náð stóra markmiðinu og setjum ný! Við þurfum að sjá árangurinn og finna að við getum þetta.

Vitið mitt var hræódýrt og fékkst í Tiger.

Fjórða skref

Við ætlum að kaupa litla bók í hana ætlum við að skrifa niður markmiðin okkar og æfingarnar. Þannig getur þú séð hvað þú ert að bæta þig, hvað þú ert að gera. Mín bók er alltaf lítil og rauð og ég kalla hana Vitið mitt. Ef ég týni henni, þá er ég búin að missa vitið og veit ekkert hvað ég á að gera eða hvar ég stend. Að nota APP í símanum er gott og blessað en það er staðreynd að ef þú handskrifar allt niður mannstu það betur og það er ákjósanlegri leið til að halda utan um þetta og koma sér af stað.


Fimmta skrefið - Prógramið!

Finndu prógram! Það er til FULLT af fríum prógrömmum á netinu. Strong Curve, Strong Lift, Wendler og ég veit ekki hvað og hvað. Ef þú hefur ekki efni á að koma í þjálfun, finndu prógram til að fylgja. Ekki bara koma og gera eitthvað. Til að ná markmiðunum þarftu að hafa prógram.

Prógramið þarf ekki að vera flókið og það eru til jafnmörg góð kennsluvideo á youtube og þau eru mörg. Passaðu að kennsluefnið sé legit.

Ekki fylgja ráðum einhverjar bjútíbínu með flottan rass á youtube sem tekur hnébeygur vitlaust og kann ekkert að taka réttastöðulyftur. Markmiðið okkar er að verða hraustari en ekki skemma okkur með einhverri vitleysu. Ef þú átt ekki pening fyrir kennslu, passaðu að kennsluefnið sem þú notar komi frá fólki sem veit hvað það er að segja. Það er úrmull af sjálfskipuðum þjálfurum þarna úti sem eru tilbúnir að hirða pening af þér og skemma í þér mjóbakið í leiðinni. Passaðu að þú sért með réttar upplýsingar og taktu upp æfingarnar svo þú getir lagað það sem þarf að laga.