GET IN TOUCH

Hvernig á að létta sig?

Seinustu ár hef ég gjörsamlega sökkt mér ofan í mataræði, heilsu og hreyfingu. Ég hef gert 1000 mistök og prófað nánast allt en ekkert hefur virkað eins vel og eftir að ég hætti að hlusta á mýtur um skinny coffee og mittisþjálfa Og nú langar mig að deila nokkrum niðurstöðum með ykkur án alls kjaftæðis.


Hvernig á maður að gera þetta?


Borðaðu færri kalóríur en þú þarft. Þú getur grennt þig á að borða bara 1 hamborgara á dag og drukkið 1/5 kók með svo lengi sem þú borðar ekkert annað. 1 hamborgari er sirka 750-1300 kal og 250 ml af kóki 101 kal. Þú myndir grennast en þú værir engan vegin heilbrigður einstaklingur og alls ekki að borða hollan, næringaríkan mat. Það er miklu betra að borða hollan og góðan mat og fá nóg af næringu úr fæðunni og byggja upp heilbrigðan líkama heldur en að pæla bara í færri kalóríum. Svo borðaðu mat, ekki of mikið, ekki of lítið og passaðu upp á að fá nauðsynlega næringu.


Hádegismatur, ekkert flókið en sjúklega gott og rétt samsett
Hvað er matur?

Matur er ekki unnin eða keyptur í pakka. Matur er eitthvað sem þú finnur út í náttúrunni og alls ekki í verksmiðju. Gulrót er matur, epli er matur, kjöt, fiskur, egg, hnetur og fræ, þetta er matur.

Korn er á gráu svæði enda eru kornvörur oft mikið unnar og fáir sem þola þær og mjólkurvörur eru einnig á gráu svæði. Rjómi, smjör og nýmjólk væru í lagi, hreint skyr, AB mjólk og grísk jógúrt. Flest allt hitt er ekki matur enda stútfullt af viðbættum sykri og allskonar rusli gert til að bragðbæta og selja vöruna. Það er miklu betra að borða hollan og góðan mat og fá nóg af næringu úr fæðunni og byggja upp heilbrigðan líkama heldur en að pæla bara í færri kalóríum. Svo borðaðu mat, ekki of mikið, ekki of lítið ogÁ ég þá að hætta að borða allt sem mér þykir gott?


Neibb, það er alveg hægt að borða pizzu einu sinni og einu sinni. Nammi er líka bara allt í lagi stundum og það á að njóta þess að fá sér uppáhalds ísinn sinn. Það er hinsvegar ekki gott fyrir neinn að njóta slíks góðgætis á hverjum degi. Það sem við ætlum að gera er að borða mat 70%-90% af tímanum. Restina getum við leikið okkur með og notið þess að borða rusl sem kemur bragðlaukunum af stað og við ætlum ekki að skammast okkar fyrir það, fá nammviskubit eða fela það. Við ætlum að njóta þess þegar við loksins fáum okkur eitthvað virkilega óhollt og gott.


Maturinn minn er ekkert flókin en hann er sjúklega góður

Borðaru alltaf það sama?


Ekki frekar en þú, skoðaðu hvað þú borðaðir seinust 3 vikurnar. Þú ert ekkert að borða mikið fjölbreyttan mat hvort eð er. Ég fæ mér yfirleitt egg í morgunmatinn, steikt, soðin, pouched, hrærð eða bara eggjahvítur og fæ mér þá fitu úr öðru en eggjarauðunni. Ég leik mér að elda matinn minn á allskonar hátt svo ég fái ekki ógeð á honum.


Það eru til milljón aðferðir við að elda fisk, kjöt og kjúkling. Googlaðu, skoðaðu, farðu á pinterst og prófaðu þig áfram. Ekki bara éta eggjahvítur og þurrar kjúklingabringur í öll mál. Fáðu þér steik í kvöldmatinn með sætum kartöflum og grænmeti. Passaðu að borða nóg í hverri máltíð. Þú þarft ekki að borða 6-8 máltíðir á dag, það er eldgömul og langlíf mýta. Borðaðu 2-3 máltíðir og borðaðu nóg í hverri máltíð. Flestir fara í megrun og éta salat í öll mál, pæla ekkert í því að þau eru ekki að fá nóg, verða svo sársvöng á kvöldin og skríða inn í eldhús aðframkomin af hungri og ráðast á nammiskápinn. Ekki láta það vera þín mistök. Trikkið er að borða mat, borða nóg af honum en ekki of mikið, leyfa sér stundum eitthvað óhollt. Þetta er sjúklega einfalt en það sagði engin að þetta væri auðvelt.