GET IN TOUCH

“Hvernig fórstu eiginlega að þessu?”

Updated: Mar 26, 2019


Þetta er spurning sem ég fæ mjög oft frá fólki þegar það sér árangurinn sem ég hef náð og þá helst hvað varðar að létta mig. Þó að ég finni mestan mun og mæli árangurinn minn í betri heilsu, meiri styrk og betri tækni þá er þetta oftast það fyrsta sem fólk spyr að:

Hvernig fórstu eiginlega að því að létta þig?

Stundum er eins og fólk vilji heyra:

 • Ég tók svona og svona töflur..

 • Ég drakk þessa drykki/ svona shake..

 • Ég tók þessi fæðubótarefni..

 • Ég borða "Þetta" mataræði

Sannleikurinn er sá að það er engin skyndilausn, töflur, fæðubótarefni, drykkir, eða neitt slíkt sem eiga heiðurinn af mínum árangri. Ég hef aldrei tekið inn fitu brennslu töflur, nota ekki pre-workout og nota mjög lítið af fæðubótarefnum. Með þessu er ég ekki að segja að ég sé á móti þannig vörum. Ég tók einfaldlega ákvörðun fyrir mig að nota ekki þannig vörur vegna þess að bæði hef ég ekki áhuga á að nota brennslu töflur og pre-workout fer ekki vel í mig. Hver og einn verður að gera það upp við sig hvað hann vill gera en með þessu vil ég benda á að það er ALLS EKKI nauðsynlegt að taka fæðubótarefni til að ná árangri.

Það sem ég gerði er mjög „Basic“:


Ég byrjaði á að gera þetta:

 • Borða minni skammta og oftar yfir daginn.

 • Ákvað að fá mér ekki oft á diskinn.

 • Ég valdi hollari kosti en ég hafði gert

 • Minnk skyndibita át

 • Borðaði meira af ávöxtum og grænmeti.

Ég náði hellings árangri bara með þessum einföldu atriðum. Ég tók hreyfingu ekki inn fyrst um sinn en þegar ég fór að fikra mig áfram og finna hreyfingu sem mér líkaði fór ég að sjá mjög mikin mun á heilsu, styrk og þoli. Allt þetta varð til þess að ég brendi fleiri kaloríum heldur en ég innbyrgði og þá léttist ég.


Þetta tekur tíma og ég þurfti að halda mig við þetta. Í dag er það orðið að venju að borða reglulega, velja holla fæðu og mæta á æfingar og þá fór ég líka að sjá verulegan árangur. Ég borða allan mat, það er ekkert bannað, ég pæli bara aðeins betur í því hvað ég er að láta ofan í mig. Ég tek reglulega tímabil þar sem ég tel kaloríur og macros. Þú getur skoðað kaloríu reiknivélina okkar HÉR.


Til að byrja með einbeitti ég mér mjög mikið af því hvaða talan á vigtinni sýndi en það skiptir mig ekki máli í dag. Ég var svo fljót að sjá að þyngd segir svo sem lítið um líkamlegt og andlegt ástand einstaklings.

Það er ekki alltaf fylgni á milli þess að vera þungur/léttur og vera heilbrigður/óheilbrigður.

Það er hægt að mæla líkama okkar og ástand hans alveg sundur og saman:


Hæð, þyngd, ummál, fituprósenta, þol próf, blóðsykur, blóðþrýstingur, súrefnismettun og svona mætti lengi telja. Út frá þessu eru hægt að áætla líkamlegt ástand og heilbrigði samkvæmt viðmiðum sem teljast æskileg.


Í dag rækta ég andlega heilsu samhliða þeirri líkamlegu.

En hvernig mælir þú andlegt heilbrigði? Þann mælikvarða verður hver og einn að setja upp fyrir sig. ég legg mikla áherslu á að rækta andlegt heilbrigði samhliða líkamlegu. Mín markmið í hreyfingu og andlegu heilbrigði eru akkúrat MÍN markmið. Að vera grannur og hamingjusamur, sterkur og skorinn og líða vel í eigin skinni, þið vitið, allar þessar staðalímyndir og hugmyndir sem fólk hefur um útlit og fylgni þess við líkamlegt og andlegt heilbrigði er bara ekki alltaf eins og það lítur út fyrir að vera.

„Ef ég missi svona mörg kg, næ svona mörgum cm af mér, næ fituprósentunni niður um svona mörg %, lít svona út.. þá verð ég heilbrigð/hamingjusöm“

Þetta eru hugsanir sem ég var oft með og einbeitti mér svo mikið af því að ég gleymdi að hlúa að andlegu heilbrigði og að læra að elska sjálfa mig every step of the way!

Ég og dóttir mín árið 2014

Ég myndi aldrei tala illa um konuna sem ég var fyrir 5 árum og finnst hún ekki vera verri manneskja. Ég var of þung og ég var feit. Ég borðaði mjög mikið af skyndi bita og óhollum mat og hreyfði mig ekki neitt og mér leið ekki vel andlega. Ég var falleg, góð, skemmtileg, fyndin, með stórt hjarta og ég er það enn þá um 40 kg léttari. Ég er sama manneskjan inn í mér og finnst mikilvægt að gleyma því ekki. Ég hef líka reynslu af því að vera í „kjör þyngd“, borða mjög óholt, hreyfa mig ekki neitt og drakk áfengi allar helgar.. Þessar tvær „Ég“ eru jafn óheilbrigðar. Ég er margfalt heilbrigðari í dag og myndi aldrei vilja fara aftur í sama far og áður. Ég passa upp á líkamlega og andlega heilsu og ég er virkilega stolt og ánægð með árangurinn minn!Markmið mín um hversu þung ég var breyttust fljótt úr:

Mig langar að missa 5kg yfir í mig langar að bæta 5kg við hnébeygjuna mína!

Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið mikilvægur þáttur í að ná heilbrigði að ég léttist, þvert á móti því það hefur svo sannarlega verið partur af þessu öllu saman. Fyrst um sinn var mikilvægt fyrir mig að einbeita mér að því en það sem ég vil benda á er andlegi þátturinn og viðhorf manns til sjálfs sín skiptir gríðarlega miklu máli. Seinna meir þurfti ég að endurskoða markmiðin mín og áherslur og taka hugarfar og andlega heilsu með inn í þetta, sem ég hefði þurft að gera frá upphafi. Það er mikilvægt fyrir mig að skoða hvert ég er að stefna og setja mér ný markmið reglulega.


Svo hvernig fór ég eiginlega að þessu ?


Mjög basic..

 • Hugsa um hvað ég er að láta ofan í mig

 • Hreyfa mig reglulega

 • Passa upp á andlega heilsu

 • Þetta tekur tíma : Keep going!

 • And most important : ELSKA SJÁLFA MIG Í HVAÐA FORMI SEM ER !

Það er ekki til nein skyndilausn - Sorry, not sorry.