GET IN TOUCH

Hvers vegna viltu vera fit?


Hefur pælt í þessu? Af hverju vilt þú komast í gott form? Hvað er það að fara að gera fyrir þig? Hversu mikið viltu það? og hversu miklu máli skiptir það þig að vera við góða líkamlega heilsu?

Let's be honest, allir vilja hafa góða heilsu. En það skiptir ekki alla jafn miklu máli. Ef það myndi skipta alla máli þá væru allir eins fit og þeir mögulega gætu.

Svo pældu í þessu. Ef það skiptir þig máli að vera fit, hvers vegna ertu það ekki nú þegar?

Hvað er að stoppa þig? Er það vinnan, heimilið, fjölskyldan, vinirnir? Djammið, skólinn, áhugamálin? Í hvað ertu að eyða tímanum og hvers vegna kýst þú frekar að eyða tímanum í það heldur en ræktina? Vertu hreinskilin og svaraðu eftir bestu getu.Hjartað mitt brotnaði þegar ég heyrði vinkonu mínar segja að þær gætu ekki hoppað með börnunum sínum án þess að hafa bleyju - Ég var þarna, þetta þarf ekki að vera svona!

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert ekki fit? Veistu ekki hvar á að byrja? Ertu að flækja málið? Líður þér vel í þægindahringnum og tilhugsunin um að prófa eitthvað nýtt er ruglandi? Óþægileg? Ertu bara einfaldlega ekkert að pæla í þessu?


Sagan sem þú segir þér skiptir máli. Hún skiptir það miklu máli að þú þarft hreinlega að játa það, þó það sé vont og sárt, að þú sért ekki tilbúin til að leggja á þig vinnuna sem það kostar að koma heilsunni í lag.


Og veistu, það er bara allt í lagi. En ekki fela þig á bak við söguna þína. Það þurfa ekki allir að hafa sömy langanir og markmið í lífinu, ef líkamleg heilsa er ekki þitt markmið, þá er það totally fine.


En ef þig langar að setja hreysti sem markmið langar mig að láta þig hafa smá verkefni.


Sestu niður með blað og penna og pældu í því hvað hreysti er.


Skrifaðu niður eftirfarandi spurningar og svaraðu þeim í fullri hreinskilni og af einlægni.


  • Langar mig í hraustann líkama og hvernig skilgreini ég hreysti?

  • Hversu miklu máli skiptir það að mig að vera hraust?

  • Hvað get ég gert til að verða hraust?

  • Er ég tilbúin að leggja þessa vinnu á mig?

  • Hvað myndi það gera fyrir mig ef ég myndi verða hraustari?

  • Hversu góð er líkamleg heilsan mín?

  • Hvaða áhrif hefur það á fjölskyldi lífið mitt, félagslífið og lífsgæðin mín?

  • Myndi mér líða betur ef ég myndi sinna andlegri og líkamlegri heilsu?

  • Hversu mikið langar mig að komast í betra form og verða hraustari og afhverju? Ef ég ætti að svara þessum spurningum liti þetta svona út:


Langar mig í hraustann líkama og hvernig skilgreini ég hreysti?

Hreysti er líkamlegt og andlegt ástand. Að vera hraust merkir að ég get leikið við börnin mín, tekið þátt í gamnislag með syni mínum, henst upp á fjall með hundinn, lyft þungum hlutum, hjólað, synt, klifrað og gert það sem mig langar til að gera án þess að láta líkamann stoppa mig.

Hreysti merkir að ég er undirbúin fyrir lífið og get tekist á við hvað sem í vegi mínum verður. Þetta á bæði við um andlegt hreysti og líkamlegt. Fyrir mér helst það í hendur. Ég vil vera hraust því ég vil geta notið lífsins með börnunum mínum og tekið þátt í leik þeirra og störfum.


Hversu miklu máli skiptir það að mig að vera hraust?

Miklu, ef ég hef ekki hestaheilsu líður mér illa á sálinni og mér líður illa festist ég í vítahring sem ég kemst ekki upp úr. Hreysti og góð heilsa skiptir mig öllu máli því án heilsunar hef ég ekkert.


Hvað get ég gert til að verða hraust?

Ég gef mér að lágmarki 4 klukkustundir í viku þar sem ég mæti í Crossfit og sinni líkamanum. Ég borða grænmeti með öllum mat og kýs að velja hollari næringu til að gefa mér orku.


Er ég tilbúin að leggja þessa vinnu á mig?

Já. Það sem ég fæ í staðin er óþægindana virði. Ég vil frekar hafa það skítt á æfingu heldur en að geta dregið börnin mín á snjósleða eða synt með þeim á sumrin. Ég vil frekar svitna og finna lungun og vöðvana brenna heldur en að sitja kyrr og horfa á börnin mín hoppa og skoppa og njóta lífsins. Ég vil vera þáttakandi í þeirra lífi, ekki áhorfandi.


Hvað myndi það gera fyrir mig ef ég myndi verða hraustari?

Ég er á góðum stað, ef ég yrði hraustari væri það enn betra. Ég væri léttari á mér, sneggri, sterkari. Því hraustari sem ég verð, því betur er ég í stakk búin til að takast á við aldur, veikindi og slys.


Hversu góð er líkamleg heilsan mín?

Góð en gott má gera betra


Hvaða áhrif hefur það á fjölskyldi lífið mitt, félagslífið og lífsgæðin mín?

Frábær áhrif. Börnin mín hafa góða fyrirmynd þegar kemur að næringu og heilsu. Þau læra að sinna sjálfum sér og mikilvægi þess að hreyfa sig. Lífsgæði mín hafa batnað til muna. Ég átti ekkert að gefa fyrr en ég varð hraust. Heilsan skiptir mig öllu máli. Ég veit hvað það er að vera heilsulaus og munurinn er ótrúlegur.


Myndi mér líða betur ef ég myndi sinna andlegri og líkamlegri heilsu?

Jább, ekki spurning. Ég hef reynslu af bæði og get ekki ímyndað mér að hætta að sinna sjálfri mér.


Hversu mikið langar mig að komast í betra form og verða hraustari og af hverju?

Mikið! mig langar að sjá hversu langt ég kemst, hversu mikið ég á inni. Mig langar að sjá hversu langt ég kemst, skora á sjálfa mig og koma mér í topp stand. Því betra formi sem ég er í, því betur er ég búin til að takast á við allt það góða og slæma sem lífið gefur manni.