GET IN TOUCH

Meal Prep - Haltu þig við planið


Besta leiðin til að halda sig við matarplanið sitt og borða holla fæðu? Undirbúningur.

Þetta er í raun ósköp einfalt en kannski ekki auðvelt. Sérstaklega ekki í amstri hversdagsleikans þegar við erum öll á fleygiferð.

Það er þó þannig að eina leiðin fyrir mörg okkar til að standa við matarplanið og halda okkur réttu megin er undirbúningur.


Svo hvað gerum við?

Jú við ákveðum hvð við viljum borða. Setjum upp matseðil og innkaupalista. Til að auðvelda þetta enn meira getum við eldað stóran skammt á t.d. sunnudegi og átt til mat fyrir næstu 3-4 dagana.


Hvað ef ég vil borða ferskt?

Jáú þá hef ég góðar fréttir að færa. Ég þoli ekki upphitaðan mat og á nokkur trikk upp í erminni til að auðvelda þetta.


  • Vertu búin að ákveða Matseðil fyrir vikuna

  • Skrifaðu niður innkaupalista

  • Taktu með þér nesti!

  • Skolaðu allt grænmeti og hafðu það tilbúið - Best að vefja spínatið og kálið í smá eldhúspappír til að halda þeim ferskum lengur

  • Skerðu niður sætar kartöflur og vigtaðu ef þú ert að telja macro/kalóríur - Hafðu þær tilbúnar inn í ískáp svo þú getir hent þeim strax á pönnu eða í ofninn.

  • Sjóddu nokkur egg og geymdu í ískápnum

  • Kaldir hafragrautar eru life safer

  • Vigtaðu hnetur/möndlur og settu skammtinn í poka eða dollu - (ég er með svona dollur út um allt, í bílnum, töskunni, vinnunni, skrifborðinu, allstaðar)

  • Eldaðu matinn kvöldið áður eða vaknaðu aðeins fyrr til að gera hann kláran á morgnana

  • Notaðu salat barinn í Hagkaup - þar er meira að segja vog til að vigta

Nammi og skyndibiti

Það er allt í lagi að borða nammi og skyndibita en við viljum halda því í hófi. Ákveddu fyrirfram hvenar og hvað þú ætlar að fá þér. Njóttu þess svo að borða það og reyndu að fá ekki nammviskubit. Það er alveg eðlilegt að fá nammviskubit og ég upplifi oft nammviskubitið en ef ég hef fyrirfram ákveðin tíma þar sem ég fæ mér eitthvað sem mér finnst virkilega gott fæ ég ekki nagandi nammviskubit.Ef þú vilt getur þú notað matardagbókina sem ég bjó til handa sjálfri mér og styðst við þegar ég finn að ég þarf aðeins meira aðhald og skipulag.