GET IN TOUCH

Svengd, blæðingar og nartþörfFull af sjálfsöryggi, til í lífið og með fullkomna stjórn á mataræðinu

Í augnablikinu líður mér eins og druslu. Mér finnst ég sjúskuð, þrek og orkulaus. Ég upplifi magann á mér útstandandi og uppþaninn. Mér finnst erfitt að taka vel á því, finnst ég ekki eins sterk og ég á að mér að vera vera og finnst úthaldið minna. Ekki bara það heldur eru gallabuxurnar aðeins þrengri yfir kviðinn og hringarnir passa ekki eins vel á fingurna.


Ég er sísvöng, finnst ég þurfa að borða mikið meira og hef þurft í sirka 8 daga. Ekki bara það heldur segir vigtin mér að ég sé 2 kílóum þyngri en ég á að vera. Ég er reið, þreytt og pirruð. Sjálfsálitið minna og ég er ekki eins örugg og vanalega.Svo hvað er í gangi?


Sjáðu til, tíðahringurinn okkar getur haft asnalega mikil áhrif á okkur. Stundum finnur maður ekki neitt og stundum er maður að springa úr fyrirtíðaspennu með tilheyrandi vonleysi og vanmáttatilfinningu. Ég er ein af þeim sem virkilega finn fyrir áhrifum tíðahringsins og á mjög bágt þegar síga fer á seinni hlutann. Sérstaklega þegar kemur að mat og sjálfstjórn.


Brennslan eykst


Rétt áður en við byrjum á túr eykst grunnbrennslan okkar og ætti að ná hámarki nokkrum dögum fyrir blæðingar. Tæknilega séð erum við ekki bara svengri, við þurfum aðeins meiri orku en vanalega. Orkuþörfin getur aukist um allt að 10-20% í hvíld og þegar loksins byrjar að blæða droppar magn hórmóna í líkamanum með þeim afleiðingum að grunnbrennslan dettur aftur í sama farið, við hættum að verða svona sjúklega svangar og hormónin jafnast út (þangað til næst)Hormón geta haft mikil áhrif á nartþörf

Hórmónin taka völdin


Tíðahringurinn okkar er hórmónatengdur. Hórmón hafa áhrif á líðan okkar, hvort við séum sjálförugg eða lítil í okkur. Það eru til kynhormón sem hafa áhrif á kynlöngun og hegðun. Það eru til Gleðihormón, hormón sem gera okkur reið, hrædd, kát, þreytt o.s.frv.

Það vill svo skemmtilega til að það eru líka til hormón sem stjórna svendartilfinningu, þörfinni til að narta og hvort við séum södd eða ekki. Eitt af hormónunum sem stjórnar nartþörfinni er kynhórmónið Estrógen. Þetta hormón mælist hvað mest í okkur í miðjum tíðahringnum, akkúrat í egglosinu en mælist í mun minna magni í lok tíðahringsins.

Estrógen og Prógesterón


Þegar við erum hálfnaðar með hringinn okkar erum við stútfullar af Estrógeni. Okkur líður vel og við erum sjálfsöruggar. Þetta er eiginlega besti tími mánaðarins hjá mörgum konum. Kannanir hafa leitt í ljós að Estrógen hafi þessi áhrif á okkur. Að það sé ekki aðeins kynhórmon, heldur eykur það áhrif á upptöku serótóníns, minkar matarlyst og hjálpar okkur að hafa stjórn á nartþörfinni.


Það meikar sens að í miðjum tíðahringnum eigum við auðvelt með að stjórna matarlystinni og velja hollari kostinn. Líkaminn er stútfullur af nartþarfa drepandi hormóni sem hjálpar okkur að segja nei við súkkulaðibitanum. Þegar egglosi er lokið fyllumst við af Prógesterón og Estrógen magnið minkar. Við það byrjar nartþörfin.


Eftir því sem magn Estrógena droppar því meira eykst nartþörfin og matarlystin. Við verðum svangari og svangari og ekki hjálpar að rannsóknir bendi til þess að Prógesterón auki matarlystina. Þörfin til að borða meira verður að ósanngjörnum bardaga við eigin líkama og viljastyrkinn. Við þurfum að sætta okkur við þennan bardaga og læra inn á hann.
Ég verð sísvöng, pirruð og finnst ég algjörlega hafa misst stjórnina á mataræðinu

Að hafa stjórn á svengdinni


Ef þú ert eitthvað eins og ég þá áttu erfitt með að stjórna nartþörfinni rétt fyrir blæðingar og skilur ekki af hverju þú getur ekki látið suðusúkkulaðið í bökunurskápnum í friði. Þú sérð það í hyllingum, þráir skyndibita og dauðlangar í ís. Maður reynir að stjórna þessu og hafa hemil á nartþörfinni en oftar en ekki dettur maður í það um leið og maður getur.

Það sem mér finnst virka best er að reikna með þessari auka kalóríu þörf. Þegar ég er í miðjum tíðahringnum bæti ég við mig hitaeiningum. Hægt og rólega bæti ég við þangað til ég er farin að borða 100-150 fleiri hitaeiningar á dag (t.d. borða ég 1-2 fleiri egg en vanalega, það er sirka 70-120 hitaeiningar) Þannig get ég stjórnað inntökunni, fengið nóg af mat og haldið mér í hollustunni.


Það þýðir þó ekki að ég detti ekki í það, biddu fyrir þér. Svona þrem dögum áður en Rósa frænka kemur í heimsókn er ég dottinn í það og borða allt of mikið af súkkulaði, kartöfluflögum og ís.
Ég er ekki há í loftinu, en ég fer létt með að klára heila pizzu alein.

Ég veit að á þessum tíma tíðahringsins er ég ekkert að ná macro-unum mínum eða að ná hreinu mataræði. Ég geri mér grein fyrir því af hverju og ég geri mitt besta til að stjórna nartþörfinni, ég plana í kringum þetta því ég hef ekki endalausan viljastyrk og passa að eiga ekki til suðusúkkulaði upp í skáp.


Sjálfstjórnin er takmörkuð auðlind og að gera sér grein fyrir því hvers vegna það er erfiðara að hafa stjórn á nartþörfinni og nammilönguninni rétt fyrir blæðingar hefur hjálpað mér ótrúlega mikið með andlega- og líkamlega heilsu.


Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikið sjálfniðurrif ég stundaði vegna þess að ég gat ekki stjórnað nammi löngunninni og á enn í mesta basli með það. Að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast í líkamanum, hvaða áhrif það hefur á svengd, brennslu, nartþörf og andlegan líðan hefur hjálpað mér að skilja þetta betur og ég er ekki eins dómhörð á sjálfa mig þegar ég teygi mig upp í bökunarskápinn eftir hnetusmjörinu og súkkulaðinu eða þegar ég klára hálfan líter af bjór og risa stóra pizzu alein.


Ég er ekki fullkomin, ég missi mig í óhollustu og borða nammi, sérstaklega rétt fyrir blæðingar. Rétt eins og margar konur gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Margar okkar upplifa þetta taumlausa stjórnleysi. Við erum ekki fullkomnar og við ætlum ekki að reyna að vera það.Heimildir:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2813989/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4191033/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3570621/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22281161