GET IN TOUCH

Reiknivél

Útskýringar á reiknivél​

  • Reiknivélin er ætluð til að aðstoða þig að áætla daglega orkuþörf í kkal. Þetta er fjöldi kkal til viðhalds, ekki til þess að léttast eða þyngjast.

  • Reiknivélin er byggð á Harris-Benedict formúlunni.

  • Hafa skal í huga að þetta eru staðlaðir útreikningar og ekki persónubundnir. Eins og á öllum útreikningum gætu skekkjumörkin verið +/- 200 kalóríur

  • Við mælum með að nota síður eins og My Fitness Pal en mælum eindregið gegn því að styðjast við þeirra útreikninga þar sem þeir eru allt of lágir og gera ekki ráð fyrir daglegum athöfnum nema þú skráir það sérstaklega inn í appið

  • Einstaklingar í mikilli ofþyngd, of léttir einstaklingar og þeir sem glíma við sjúkdóma sem geta haft áhrif á brennslu ættu frekar að leita til fagaðila heldur en að styðjast við tilbúnar kalóríu reiknivélar eins og þessa. 

  • Fyrir nákvæmari útreikninga getið þið pantað sérsniðið plan hér.

Virknistuðull:

  • Kyrrseta - Einstaklingar sem hreyfa sig lítið sem ekkert  og starfa t.d. við skrifstofuvinnu

  • Lítil hreyfing - Starf á leikskóla, þjónustustörf o.s.frv. - Kyrrsetu fólk sem æfir 3x í viku

  • Meðal hreyfing - Smiður, bifvélavirkjar, málarar, múrarar, sjómenn o.s.frv. - Fólk sem æfir af kappi 3-6x í viku

  • Mikil hreyfing - Hér er t.d. átt við atvinnufólk í íþróttum.